Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2008

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2008

Kaupa Í körfu

METÞÁTTTAKA var að þessu sinni í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Lokahóf keppninnar var í gær og þá afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verðlaunin fyrir þær hugmyndir sem þóttu skara fram úr og opnaði sýningu. Markmið Nýsköpunarkeppni grunnskóla er að virkja sköpunarkraft barna og unglinga. Sigurvegari í almennum flokki var Eygló Lilja Haraldsdóttir í Digranesskóla. Lovísa Hrund Svavarsdóttir í Grundaskóla sigraði í flokki með hugmyndum um orku og umhverfi, Rakel Björk Björnsdóttir í Hofsstaðaskóla í flokki slysavarna og Unnur Björnsdóttir í Hvaleyrarskóla í flokknum tölvuleikir og hugbúnaður. Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fékk farandbikar fyrir bestu þátttöku. Umsóknir úr skólanum voru fleiri en börnin 56 sem þar nema.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar