Grímsey

Helga Mattína

Grímsey

Kaupa Í körfu

Grímsey | Sóknarprestur Grímseyinga, séra Magnús Gunnarsson á Dalvík, lét sig ekki muna um að sigla í sex klukkustundir með nýju ferjunni í Grímsey, Sæfara, fram og til baka, til að halda barnamessu í Miðgarðakirkju sem stóð í 45 mínútur. Þetta var ljúf hádegisstund og full mæting hjá Grímseyjarbörnum. Þau hlustuðu áhugasöm þegar séra Magnús fræddi þau og sungu af innlifun þegar hann settist við orgelið og lék ýmsa barnakirkjusöngva. Það er alltaf mikil tilbreyting fyrir börnin í Grímsey þegar þau fá tækifæri til að sækja barnamessu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar