Bílar brenna við Laugardal

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bílar brenna við Laugardal

Kaupa Í körfu

"BÍLLINN sprakk og nánast lyftist að aftan og hentist til. Glerbrotum úr gluggum rigndi yfir bílinn minn og ég stöðvaði strax. Þegar ég kom að brennandi bílnum var hann aldelda að innan en eldurinn dróst aftur með bílnum. Það var útilokað að opna bílstjóradyrnar því þær höfðu kýlst út og festst," segir Þráinn Farestveit sem varð vitni að því þegar bíll fyrir framan hann á Reykjaveginum varð eldi að bráð og ökumaðurinn var hætt kominn. Í bílnum voru tveir gaskútar og ollu sprenginunni. MYNDATEXTI: Öryggi Lögreglan þurfti að loka aðliggjandi götum við Reykjaveginn á meðan verið var að tryggja vettvanginn og ljúka slökkvistarfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar