Skólaskák - Sæmundarskóli

Skólaskák - Sæmundarskóli

Kaupa Í körfu

Afarnir eru þeir kallaðir og einhverjum finnst þeir svo virðulegir að þeir minni á löggur. Aðalsteinn Dalmann Októsson og Sigurður Óskarsson heimsækja krakkana í Sæmundarskóla vikulega til að tefla. Þeir eru yndislegir! Þessi yfirlýsing sem var gefin út í kennarastofunni í Sæmundarskóla síðastliðinn miðvikudag segir ýmislegt um framlag tveggja manna af eldri kynslóð til skólastarfsins. MYNDATEXTI: Gaman saman Birna Sif Vilhjálmsdóttir er djúpt hugsi yfir næsta leik. Henni á vinstri hönd eru Tristan Gregers Oddgeirsson og Andrea Lovísa Kemp Óskarsdóttir. Sóley Björk Eiksund situr við hlið Aðalsteins Dalmanns Októssonar, sem er að tefla við Alexander Ísar Þórhallsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar