100 ára

Skapti Hallgrímsson

100 ára

Kaupa Í körfu

INGIMAR Friðgeirsson á Akureyri, fyrrverandi bóndi á Þóroddsstöðum í Kaldakinn, fagnaði 100 ára afmæli í gær. Hann var ókvæntur og barnlaus en ættingjar hans héldu afmælisbarninu kaffisamsæti á Dvalarheimilinu Hlíð. Meðal gesta var Árni bróðir hans, til hægri á myndinni, sem varð 95 ára fyrr á þessu ári. Þeir eru tveir eftir af tíu systkinum. Ingimar var fjárbóndi á Þóroddsstöðum í hálfa öld en flutti til Akureyrar árið 1984. Hann er heilsuhraustur en heyrir lítið sem ekkert. Meðal þeirra sem glöddu afmælisbarnið með nærveru sinni í gær var Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og frænka þeirra bræðra, Kolbrún Friðgeirsdóttir, sem sker hér sneið af afmælistertunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar