Blaðamannafundur Iðnó

Friðrik Tryggvason

Blaðamannafundur Iðnó

Kaupa Í körfu

VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli íslenskra stjórnvalda og bandaríska bankans JPMorgan Chase um að hann muni koma að þeirri vinnu Seðlabanka og ríkisstjórnar að setja gjaldeyrisviðskipti í samt lag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ganga viðræðurnar út á að JPMorgan muni tímabundið ábyrgjast viðskipti með krónur og vera því eins konar umboðsbanki íslenska ríkisins í því sambandi. Óvíst er hvort JPMorgan muni þá bjóða upp á viðskipti með krónur á föstu gengi eða hvort einhver önnur útfærsla verður á aðkomu bankans. MYNDATEXTI Viðskipti Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist á fundi í gær vona að gjaldeyrisviðskipti yrðu komin í lag eftir helgi og að unnið væri að því.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar