Geir kemur í Iðnó

Ragnar Axelsson

Geir kemur í Iðnó

Kaupa Í körfu

SENDINEFNDIR frá Bretlandi og Hollandi eru komnar til að ræða innistæður á reikningum íslenskra banka í löndunum tveimur. Í gær hófust viðræður við Hollendingana. Sendinefnd skipuð embættismönnum breska fjármálaráðuneytisins, Englandsbanka, breska fjármálaeftirlitsins og tryggingasjóðs innistæðueigenda í Bretlandi var væntanleg í gærkvöldi. Viðræður hennar og íslenskra sérfræðinga á þessu sviði hefjast í dag. „Það er okkar von að með því geti fengist niðurstaða sem báðir geta sætt sig við,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær þegar hann greindi frá komu nefndarinnar frá Bretlandi MYNDATEXTI Fréttamenn hvaðanæva að umkringdu Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar hann kom að Iðnó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar