Línsérí og Klausturvörur

Valdís Thor

Línsérí og Klausturvörur

Kaupa Í körfu

Í húsinu Garðastræti 17 eru tvær skemmtilegar sérverslanir í nábýli, önnur verslar með fínustu nærföt en hin býður upp á vörur frá klaustrum víðs vegar í Evrópu. Inga Rún Sigurðardóttir drakk te með smárahunangi og þreifaði á silkiundirfötum. Línsérí, nærfataverslun með meiru, var opnuð um miðjan júlí síðastliðið sumar. Katrín og Sif Jónsdætur reka verslunina. Systurnar eru báðar sérlega vel til hafðar og glæsilegur andi Parísar svífur yfir vötnum. Það kemur því ekki á óvart þegar Katrín segist hafa búið 30 ár í Parísarborg. Sif flutti hins vegar vestur um haf og var búsett í Bandaríkjunum um 17 ára skeið MYNDATEXTI Góðir grannar í Garðastræti Systurnar Katrín og Sif Jónsdætur sveifla regnhlífum frá Chantal Thomass meðan granninn Marianne Guckelsberger stendur glöð hjá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar