Fólkið í blokkinni - Borgarleikhúsið

Fólkið í blokkinni - Borgarleikhúsið

Kaupa Í körfu

SVONA einfalt getur það verið; maður tekur handfylli af fólki úr blokk í Hólahverfinu: Drykkfelldan föður, ástríka móður sem er spákona og töframaður, stelpu og strák sem er skotinn í henni, barn með stórt höfuð og stórt hjarta, pólska nuddkonu, fúlan, afskiptasaman húsvörð, þunglyndan fráskilinn leikara, heimilisleysingja; og lætur allt þetta fólk vera að búa til söngleik í hjólageymslunni. Það gengur að sjálfsögðu ekki alveg þrautalaust, því sumir eru veikir á svellinu, sumir búa yfir leyndum harmi, aðrir eiga í vandræðum með sjálfa sig; það einfalda er svolítið seint af stað, klisjur sums staðar mættar, lausnin eins og ættuð úr amerískri bíómynd með John Travolta í aðalhlutverkinu. En það er skemmtilegur leikur í leiknum, húmor auðvitað, persónurnar beint úr íslenskum veruleika og boðskapur alters ego höfundarins, hans Óla, bræðir að lokum harðsvíruðustu hjörtu, sviptir ógninni af alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr höfðunum að minnsta kosti nokkur andartök og fær mann til að trúa að í blokk í Hólahverfinu MYNDATEXTI Það er skemmtilegur leikur í leiknum, húmor auðvitað, persónurnar beint úr íslenskum veruleika...“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar