Skátar í Garðabæ

Skátar í Garðabæ

Kaupa Í körfu

Skátar hittast vikulega á fundum og vinna að hinum ýmsu verkefnum. Barnablaðið heimsótti skátafélagið Vífil í Garðabæ og fylgdist með nokkrum strákum sem voru að læra hnúta, klifra og að súrra. Þegar trétrönur eru bundnar saman á ákveðinn hátt, kallast það að súrra og þá er hægt að búa til úr þeim ótrúlegustu hluti, eins og borð, hlið, eldstæði, rólu og jafnvel fótboltamörk eins og strákarnir í Garðabæ voru að reisa. Barnablaðið settist niður með tveimur kátum strákum og þeir sögðu okkur frá skátalífinu MYNDATEXTI Jón Egill og Eiríkur Egill súrra saman trönur og búa til úr þeim hið fínasta fótboltamark.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar