Valur - Haukar

Valur - Haukar

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka leika sinn þriðja leik í riðlakeppni Meiststaradeildar Evrópu í handknattleik að Ásvöllum á morgun þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Veszprém. Haukarnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því Veszprém er ríkjandi Evrópumeistari bikarhafa og hefur í gegnum tíðina náð frábærum árangri í Meistaradeildinni, til að mynda árið 2002 þegar það komst í úrslit. MYNDATEXTI Andri Stefán og félagar hans úr meistaraliði Hauka skora á handknattleiksáhugafólk að mæta á leik liðsins gegn Veszprém í Meistaradeildinni á sunnudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar