Víkurskarð

Skapti Hallgrímsson

Víkurskarð

Kaupa Í körfu

VÍKURSKARÐ, á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, var lokað fram eftir degi í gær vegna þess að nokkrir bílar sátu þar fastir. Veður var mjög slæmt í skarðinu í fyrrinótt og gærmorgun og þegar fulltrúar Vegagerðarinnar hugðust moka veginn í bítið kom í ljós að við Hrossadal, í miðju skarðinu vestan megin, voru fastir tveir stórir flutningabílar og síðar kom í ljós að fimm fólksbílar að auki voru fastir aðeins ofar. Það tók nokkrar klukkustundir að losa alla bílana og ryðja veginn en hægt var að aka yfir skarðið síðdegis. Bílarnir á myndinni, sem biðu snemma í gærmorgun vestan megin við skarðið, komust austur um með því að aka norður með ströndinni og síðan inn Fnjóskadal um Dalsmynni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar