Vegagerð

Reynir Sveinsson

Vegagerð

Kaupa Í körfu

Ósabotnavegur eða Garðskagavegur eins og hann er nefndur hjá vegagerðinni er loksins orðinn ökufær fyrir alla bíla, en það hefur lengi verið barist fyrir því að fá veg fyrir Ósabotna. Á meðan bandaríski herinn var hér á landi var tómt mál að koma veg um svæðið, enda herinn með mikilvægan hernaðarbúnað á svæðinu, en nú er herinn farin og vegurinn komin. Nýlega var lokið við að leggja varanlegt slitlag á veginn og hafðist það ekki fyrr en Sandgerðisbær lánaði fé til að ljúka við verkefnið MYNDATEXTI Unnið hefur verið að vegagerð við Sandgerðishöfn síðustu vikurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar