Tónlistarhús

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tónlistarhús

Kaupa Í körfu

VIÐ yfirtökuna á bönkunum þremur fékk ríkið umráð yfir nokkrum verðmætum lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar á meðal eru lóðir sem voru í eigu Landsbankans og Glitnis og til stóð að bankarnir reistu á nýjar höfuðstöðvar. Lóð Landsbankans er við Geirsgötu, á besta stað í miðbænum. Landsbankinn keypti lóðina fyrri hluta árs 2006. Ekki fengust upplýsingar um kaupverð. Í fyrra var efnt til samkeppni um hönnun og framkvæmd nýbyggingar fyrir höfuðstöðvar bankans á lóðinni. Dómnefnd valdi 21 arkitektateymi til þátttöku í samkeppninni, þar af voru 13 teymi sem innihéldu íslenska arkitekta. Til stóð að kynna úrslit í samkeppninni um miðjan þennan mánuð, en ekkert varð af því, af alkunnum ástæðum MYNDATEXTI Landsbankalóðin Höfuðstöðvar Landsbankans áttu að rísa við Geirsgötu, þar sem nú eru bílastæði, fyrir framan Bæjarins bestu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar