Mæðrastyrksnefnd

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mæðrastyrksnefnd

Kaupa Í körfu

Enn gengur ágætlega að safna styrkjum til nefndarinnar STARFSFÓLK Mæðrastyrksnefndar var í óðaönn að útdeila mat og aðstoða fólk við að finna sér föt í gær. Mikið var að gera enda leitaði fólk frá 263 mismunandi heimilum eftir aðstoð. Þetta er gríðarleg aukning frá því fyrir nokkrum vikum, en þá leituðu að meðaltali 160-170 heimili aðstoðar í hverri viku, að sögn Ragnhildar G. Guðmundsdóttur, formanns nefndarinnar. MYNDATEXTI: Hjálp Ragnhildur G. Guðmundsdóttir (t.v.) og aðrir sjálfboðaliðar hjá Mæðrastyrksnefnd standa í ströngu við að aðstoða fólk sem ekki á til hnífs og skeiðar. Þær anna enn sem komið er eftirspurn, sem er mikil og vaxandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar