Leikskólinn Sæborg afmæli

Leikskólinn Sæborg afmæli

Kaupa Í körfu

KRAKKARNIR á leikskólanum Sæborg í vesturbæ Reykjavíkur gerðu sér glaðan dag sl. fimmtudag, en þá fagnaði leikskólinn 15 ára afmæli sínu. Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri, segir að í hádeginu hafi börn og starfsfólk gætt sér á dýrindis humarsúpu. „Svo borðuðum við stóra og mikla brúnköku og sungu Sæborgarsönginn, nýtt frumsamið lag um leikskólann sem einn starfsmaðurinn samdi,“ segir Soffía. Foreldrafélag leikskólans gaf skólanum jafnframt fánastöng í afmælisgjöf og var fáni dreginn að húni á afmælisdeginum. Börn og foreldrar glöddust svo yfir myndlistasýningu leikskólabarnanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar