Heimilisprýði

Friðrik Tryggvason

Heimilisprýði

Kaupa Í körfu

MEGI mátturinn vera með þeim hugsjónamönnum sem starfrækja verslunina Nexus á Hverfisgötu. Í þeirri miklu miðstöð nördismans má ekki aðeins finna spunaspil, tindáta og teiknimyndasögur í úrvali, heldur einnig nokkra muni sem nota má til að innrétta heimilið. Meðal annars má þar finna ruslafötu í líki þjarkans sípípandi R2-D2 úr Star Wars og veglegar bókastoðir sem sækja í sagnaheim myndasögubókanna Í búðinni leynist líka öndvegis hurðar-„bankari“ að kalla má, og ættu unnendur fantasíumyndarinnar sígildu Labyrinth að kannast við stykkið. MYNDATEXTI Vinstra megin eru „góðu karlarnir“ úr myndasögum Marvel og hinu megin „vondu karlarnir“.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar