Heiðbjört Arna Höskuldsdóttir

Heiðbjört Arna Höskuldsdóttir

Kaupa Í körfu

Þegar við komum að skautasvellinu sjáum við ótal skautastelpur snúa sér hring eftir hring á svellinu og það virðist þeim jafnauðvelt og að drekka vatn. Ein þeirra rennir sér til okkar, en það er hún Heiðbjört Arna Höskuldsdóttir, afar efnileg skautastúlka, hún sest niður með okkur eftir stutta myndatöku og segir okkur frá skautaíþróttinni. Heiðbjört er 13 ára og þetta er tíunda árið sem hún æfir skauta og má því eiginlega segja að hún hafi verið með skautana á fótum sér nær allt sitt líf en hvers vegna fór Heiðbjört að æfa skauta? MYNDATEXTI Heiðbjört á þann draum að komast á Norðurlandamót eftir nokkur ár

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar