María hjá Ostahúsinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

María hjá Ostahúsinu

Kaupa Í körfu

Það er alltaf gott að eiga ost í ísskápnum, sérstaklega yfir jólin þegar fólk vill fá sér þægilegt snarl heima við í rólegheitum. Ostaneysla hefur aukist mikið síðastliðin ár og ostakörfur með öllu tilheyrandi eru sívinsælar jólagjafir. Íslenskir ostar og lax „Fyrir jólin verðum við með ostakörfurnar okkar, eins og mörg undanfarin ár. Við leggjum áherslu á íslenskt í ár og verðum aðallega með íslenskar vörur í körfunum, svo sem osta, salami, lax, konfekttómata og fleira. Úrvalið af ostunum verður fjölbreytt; brie-ostar, ostarúllur og nýir rjómaostar sem eru um það bil að koma á markað auk jólaostanna en meðal þeirra er ostarúlla með villijurtum og portvíni, fyllt ostarúlla með rommrúsínum og möndlum og brie með gráðaostarönd svo eitthvað sé nefnt. Körfurnar eru í fimm stærðum og kosta á bilinu frá 2.500 kr. og upp í um 5.000 kr., en einnig er hægt að sérvelja í stærri körfu þar sem algengt verð er 7-8.000 krónur,“ segir María Ólafsdóttir í Ostahúsinu. MYNDATEXTI María Ólafsdóttir segir allt mæla með íslenskum vörum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar