Hákon Gunnarsson

Valdís Thor

Hákon Gunnarsson

Kaupa Í körfu

Fastmótaðar reglur um gjafir fyrirtækja til viðskiptavina sinna þekkjast ekki hér á landi. Í árferði líkt og nú ríkir má þó ætla að viðmið stjórnenda verði á skynsamlegum nótum þegar kemur að jólagjöfum. Þakklætisvottur „Erlendis gilda mjög strangar reglur um gjafir til viðskiptavina. Aðilar hjá hinu opinbera sem sjá um stór og mikil innkaup mega til dæmis beinlínis ekki taka við svona gjöfum. Gjafir eru aðallega hugsaðar til að minna á sig og þakka fyrir góð viðskipti. Yfirleitt eru þær þakklætisvottur fyrir góð tengsl milli aðila. Sumir óttast að slíkt geti sent frá sér röng skilaboð, en það er lítil hætta á slíku svo lengi sem gjafirnar eru hófstilltar,“ segir Hákon Gunnarsson, ráðgjafi hjá Capacent. MYNDATEXTI Hákon Gunnarsson telur að jólagjafir fyrirtækja verði með lágstemmdari hætti í ár vegna ástandsins í þjóðfélaginu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar