Atli Hafsteinsson Nóa Siríus

Valdís Thor

Atli Hafsteinsson Nóa Siríus

Kaupa Í körfu

Það finnst öllum gott að eiga konfekt og sælgæti á jólunum til að gæða sér á með kaffi eða mjólk, eða til að eiga þegar gesti ber að garði. Eins hafa börnin mjög gaman af að næla sér í súkkulaðimola. Slíkar gjafir bregðast því sjaldan og henta vel í jólapakkann til starfsmanna og viðskiptavina. Nói Síríus hefur fyrir margt löngu skipað ákveðinn sess í hjörtum landsmanna fyrir jólin og þar eru ýmiss konar gjafaútfærslur í boði fyrir fyrirtæki. Stílað inn á íslenskt „Gjafavertíðin er að fara af stað hjá okkur núna og gjafapakkningar brátt að koma í hús. Maður heyrir mjög mikið að fyrirtæki ætli að stíla inn á íslenskt í jólapakkann í ár. Hingað kom til dæmis maður frá fyrirtæki um daginn þar sem gefin verður bók og konfekt, sem er mjög klassísk gjöf. Síðan seljum við töluvert í fyrirtæki þar sem mikið er talað um að nú ætli menn að snúa bökum saman og velja íslenskt. Fólk ber skynbragð á að það sé betra fyrir okkur öll til að sem flestir haldi vinnunni,“ segir Atli Hafsteinsson, viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Nóa Síríusi. MYNDATEXTI Atli Hafsteinsson hjá Nóa Siríus segir bók og konfekt alltaf standa fyrir sínu og vera vel þegið í jólapakkann í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar