Nói Síríus

Valdís Thor

Nói Síríus

Kaupa Í körfu

Það finnst öllum gott að eiga konfekt og sælgæti á jólunum til að gæða sér á með kaffi eða mjólk, eða til að eiga þegar gesti ber að garði. Eins hafa börnin mjög gaman af að næla sér í súkkulaðimola. Slíkar gjafir bregðast því sjaldan og henta vel í jólapakkann til starfsmanna og viðskiptavina. Nói Síríus hefur fyrir margt löngu skipað ákveðinn sess í hjörtum landsmanna fyrir jólin og þar eru ýmiss konar gjafaútfærslur í boði fyrir fyrirtæki. Stílað inn á íslenskt „Gjafavertíðin er að fara af stað hjá okkur núna og gjafapakkningar brátt að koma í hús. Maður heyrir mjög mikið að fyrirtæki ætli að stíla inn á íslenskt í jólapakkann í ár. Hingað kom til dæmis maður frá fyrirtæki um daginn þar sem gefin verður bók og konfekt, sem er mjög klassísk gjöf. Síðan seljum við töluvert í fyrirtæki þar sem mikið er talað um að nú ætli menn að snúa bökum saman og velja íslenskt. Fólk ber skynbragð á að það sé betra fyrir okkur öll til að sem flestir haldi vinnunni,“ segir Atli Hafsteinsson, viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Nóa Síríusi. MYNDATEXTI Gjafakörfur Fást í nokkrum stærðum og í þeim er blandað sælgæti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar