200 ára gömul skál

200 ára gömul skál

Kaupa Í körfu

ENN fréttist af munum úr 200 ára gömlu bollastelli sem vakti fyrst athygli þegar rjómakanna og sykurkar úr því "hittus" á Þjóðminjasafninu á dögunum. Í gær var sagt frá forláta tekatli og fleiri gripum úr sams konar stelli og nú hefur skál með sama munstri dúkkað upp í Reykjavík. Eigandinn, Guðrún Elín Guðlaugsdóttir, fékk skálina úr búi langömmu sinnar sem fékk hana frá móður sinni. MYNDATEXTI: Skálin Stöðugt fleiri munir af 200 ára gamalli stelltegund koma í leitirnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar