Bros

Bros

Kaupa Í körfu

Til að þakka gott samstarf á liðnu ári gefa fyrirtæki viðskiptavinum sínum og starfsmönnum jólagjafir og þá er mikilvægt að vanda vel til verka. „Við ákveðum jólagjafirnar í samráði við viðskiptavini okkar en margir þeirra hafa skipt við okkur lengi og þá skoðum við gjarnan hvað þeir gáfu árinu áður. Þannig gefa fyrirtæki svipaða gjöf úr sama merki eða þema, til dæmis útivistarjakka, síðan bakpoka næsta ár og þannig koll af kolli. Það skiptir máli að valið sé heildstætt og fólk finni að ákveðin hugsun liggi að baki henni,“ segir Sturlaugur Þór Halldórsson hjá Brosi MYNDATEXTI Gjafir með matvörum og fallegum hlutum eru vinsælar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar