Edduverðlaun 2008

hag / Haraldur Guðjónsson

Edduverðlaun 2008

Kaupa Í körfu

KVIKMYNDIN Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun í gærkvöldi, þar á meðal sem kvikmynd ársins. Þáttastjórnandinn Egill Helgason hlaut þrenn verðlaun og kvikmyndin Reykjavík-Rotterdam fimm. Verðlaunin voru veitt í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Tilnefnt var í 21 flokki og sérstök heiðursverðlaun hlaut Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri. Kvikmynd Baltasar Kormáks, Brúðguminn, fékk flestar tilnefningar, alls 14, og hreppti sjö. Kvikmyndin Reykjavík-Rotterdam fékk fimm Edduverðlaun, þar á meðal fyrir handrit Arnalds Indriðasonar og Óskars Jónassonar, og leikstjórn Óskars. MYNDATEXTI Þrjár Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason fékk þrjár Eddustyttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar