ASÍ mótmæli í Hafnarhúsinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ASÍ mótmæli í Hafnarhúsinu

Kaupa Í körfu

ÚTIFUNDUR Alþýðusambands Íslands var fluttur inn í Hafnarhúsið vegna slæmrar veðurspár í gær. Baráttuandi var í fundargestum sem voru færri en vænst var. Í yfirlýsingu sem ASÍ gaf út í tengslum við baráttufundinn er þess krafist að stjórnvöld búi heimilunum öruggt skjól í því gjörningaveðri sem nú gengur yfir landið. „Ríkisstjórnin er rúin trausti almennings og það er á hennar ábyrgð að endurnýja það með uppstokkun – við viljum nýjan grunn og nýtt fólk strax.“ Þess var krafist að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins vikju tafarlaust. MYNDATEXTI Barátta ASÍ hefur haldið sex fundi um stöðuna í efnahagsmálum úti á landi. Stefnt er að sambærilegum fundi á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar