Víkurvagnar þjóðarskúta

Valdís Thor

Víkurvagnar þjóðarskúta

Kaupa Í körfu

SMÍÐI þjóðarskútunnar er hugmynd starfsmanna Víkurvagna en þeir ákváðu, þegar bankarnir féllu einn af öðrum, að liggja ekki í þunglyndi heldur kanna hvað þeir gætu gert til að leggja sitt af mörkum. „Við ákváðum að búa til litla þjóðarskútu sem er 2,5 metrar á lengd og 90 cm á breidd,“ segir Jóhannes V. Reynisson, starfsmaður hjá Víkurvögnum. Grindin er tilbúin og á morgun milli kl. 10-16 gefst landsmönnum færi á að koma við í húsnæði Víkurvagna að Dvergshöfða 27 og hjálpa til við að punkta plötur í skrokk skútunnar. „Þetta er táknræn athöfn,“ segir Jóhannes. Fólkið í landinu kemur að því að búa til þjóðarskútuna.“ MYNDATEXTI Sveinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna, og Jóhannes V. Reynisson eru að vonum ánægðir með skútuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar