María Ellingsen

María Ellingsen

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekkert nýtt að deilt sé um þýðingu Biblíunnar. Þannig urðu harðar deilur um Biblíuna sem lokið var við þýðingu á 1908 og sem nýja Biblían byggist að stórum hlut á. Sú Biblía var að stórum hlut þýdd af Haraldi Níelssyni, sem síðar varð guðfræðiprófessor og loks rektor við Háskóla Íslands. 140 ár eru um þessar mundir liðin frá fæðingu Haraldar og öld frá þýðingu fyrrnefndrar Biblíu. Verður af því tilefni haldin guðsþjónusta í minningu Haraldar nú á sunnudag, auk þess sem efnt er til málþings og opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni. Meðal þeirra sem þar taka til máls eru Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri og sonur Haraldar MYNDATEXTI Haraldur Níelsson hefur haft mikil áhrif á Maríu Ellingsen. Hún velti fyrir sér preststarfinu og aðstoðar nú við barnastarf í Dómkirkjunni, þar sem Haraldur var um tíma prestur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar