Hörður Torfason

Hörður Torfason

Kaupa Í körfu

Hörður Torfason söngvaskáld hefur undanfarnar vikur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli vegna efnahagsástandsins. Yfirskrift mótmælanna er Breiðfylking gegn ástandinu. Áttundi mótmælafundurinn er í dag og Hörður segir framhald verða á. En það eru ekki einungis mótmæli sem setja mark sitt á líf Harðar þessa dagana því út er komin ævisaga hans Tabú sem Ævar Örn Jósefsson skráir en þar rekur Hörður viðburðaríka ævi sem einkennst hefur af baráttu, ekki síst fyrir réttindum samkynhneigðra en hann var hugmyndasmiðurinn og aðaldriffjöðrin að stofnun Samtakanna 78.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar