Hvunndagshetjur reka kærleikskaffi

Svanhildur Eiríksdóttir

Hvunndagshetjur reka kærleikskaffi

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | „Þetta er gamall draumur sem orðinn er að veruleika. Núna hafði ég nægan undirbúningstíma og gott húsnæði. Ég hafði samband við vinkonur mínar og spurði hvort þær væru til í þetta með mér. Þær voru til,“ sagði Anna Jónsdóttir forsprakki kærleikskaffihúss sem starfrækt er í húsnæði Glóðarinnar. Allur ágóði kaffihússins rennur óskiptur til nýstofnaðs Velferðarsjóðs Suðurnesja. Blaðamaður settist niður með þessum kærleiksríku konum á kaffihúsinu á dögunum. Þær eru auk Önnu, Helga Jónsdóttir, Gísla Vigfúsdóttir og Arndís Jónasdóttir. MYNDATEXTI Vinalegt umhverfi Kaffihúsakonurnar kærleiksríku, f.v.: Helga Jónsdóttir, Gísla Vigfúsdóttir og Anna Jónsdóttir, reiða fram kræsingar á aðventunni, ágóðinn fer til styrktar bágstöddum. Á myndina vantar Arndísi Jónasdóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar