Björninn - SA
Kaupa Í körfu
SKAUTAFÉLAG Akureyrar gerði góða ferð til Reykjavíkur þegar kvennalið þess vann nauman sigur á Birninum, 4:3, er liðin mættust í Egilshöllinni í Grafarvogi á laugardagskvöld. Guðrún Blöndal tryggði SA sigur þegar hún skoraði fjórða mark SA um það bil sjö mínútum fyrir leikslok. Guðrún skoraði tvö mörk fyrir SA en þær Hrund Thorlacius og Sarah Smiley skoruðu sitt markið hvor fyrir SA. Liðsmenn Bjarnarins sóttu raunar linnulaust undir lokin, en ekki dugði það til að jafna. Steinunn Sigurgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Björninn og Hanna Rut Heimisdóttir eitt. Fyrir leikinn spiluðu átján ungir iðkendur úr öllum íshokkífélögum landsins stuttan leik í Egilshöllinni og sýndu hvað í þeim býr og við hverju má búast í framtíðinni frá efnilegum iðkendum í þessari íþrótt.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir