Stefán Hilmars og Björgvin Ploder

Valdís Thor

Stefán Hilmars og Björgvin Ploder

Kaupa Í körfu

ÞAÐ eru hátt í tvö ár síðan ég fór að huga að þessari plötu, en fram að því hafði ég aldrei leitt að því huga að gera jólaplötu,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu jólaplötu, Ein handa þér. Um er að ræða nokkuð óhefðbundna jólaplötu því flest lögin á henni eru ekki upprunaleg jólalög, heldur venjuleg lög sem Stefán sá fyrir sér sem jólalög MYNDATEXTI Stefán og Björgvin Ploder, fyrrum félagi Stefáns í Sniglabandinu. Myndin er tekin í Stúdíó Sýrlandi í vikunni og situr Björgvin á bifhjóli sínu, hinu sama og notað var í myndbandi við „Jólahjól“ fyrir 21 ári. Það má því segja að um sé að ræða hið upphaflega jólahjól.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar