Alþingi

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Alþingi

Kaupa Í körfu

EKKI var laust við að þingmönnum væri létt þegar þinglok nálguðust í gær. Eins og oft þegar þreytumerki eru farin að sjást á fólki var boðið upp á kærkomið konfekt. Síðustu vikuna hafa margir spáð því hvenær þingstörfum lyki. Þeir bjartsýnustu töldu að það tækist sl. föstudag en svartsýnustu menn áttu allt eins von á að greiða atkvæði um fjárlög að kvöldi Þorláksmessu og jafnvel fram á nóttina. Blessunarlega datt þó engum í hug að grípa til ráðsins sem Fídel Kastró beitti eitt sinn þegar sykuruppskeran krafðist, þ.e. að fresta jólunum. Og nú eru þingmenn farnir í jólafrí.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar