Krakkar á Dvergasteini

Valdís Thor

Krakkar á Dvergasteini

Kaupa Í körfu

Hvernig hrærir maður vöggu? Og hver er þessi mannkind sem sungið er um yfir hátíðirnar? Jólalögin eru uppfull af skrýtnum orðum og frásögnum sem á stundum er ekki á færi nema slungnustu málfræðinga að útskýra. Nokkra þeirra er að finna á leikskólanum Dvergasteini þar sem fimm ára krakkar úr skólahóp tóku að sér að ljá frösum úr jólalögunum merkingu. Og það fer ekki milli mála að jólalögin eru í sérlegu uppáhaldi þessa dagana. Þar er „Adam átti syni sjö“ ofarlega á vinsældalista og því upplagt að byrja á að fá örlitlar skýringar á þeim texta. Hvað þýðir til dæmis „hann sáði“? MYNDATEXTI Textafræðingar Þau Viktoría Ósk Kjærnested, Sóley Guðmundsdóttir, Haraldur Ingi Ólafsson, Steinunn María Guðgeirsdóttir, Tristan Alexandersson og Kristín Þorsteinsdóttir vita öll hvað þau syngja. Þau eru öll nemendur á leikskólanum Dvergasteini þar sem jólalögin eru oft sungin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar