Glitský á Þorláksmessu

Hafþór Hreiðarsson

Glitský á Þorláksmessu

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ER óneitanlega fallegt ásýndar þetta glitský sem hér ber við Húsavíkurkirkju á Þorláksmessu. Á Húsavík urðu menn varir við skýið strax í morgun og kom það aftur í ljós seinnipartinn. Glitský eru langalgengust í desember og janúar og myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Þau sjást helst um sólarlag eða sólaruppkomu og er litadýrð þeirra mjög greinileg þar sem þau eru böðuð sólskini jafnvel þó að rökkvað sé.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar