Jólaball Hlíðaskóla

Jólaball Hlíðaskóla

Kaupa Í körfu

TIL AÐ auðvelda börnum biðina eftir jólunum eru jólaböll með tilheyrandi söng og dansi haldin í skólum landsins. Ómissandi þáttur á slíkum samkomum er heimsókn frá jólasveini sem gefur börnunum eitthvað gott í gogginn eða lítinn harðan pakka. Börnin eru líka sjálf dugleg að hafa ofan af fyrir sér og gestum t.d. með helgileikjum og söngatriðum. En allt er þetta aðeins upphitun fyrir stóra daginn – sem er einmitt í dag – sjálfur aðfangadagur. MYNDATEXTI En það bar til um þessar mundir ...“ Á jólaskemmtun Hlíðaskóla í Reykjavík fengu áhorfendur að upplifa sannkallaða hátíðarstemningu þegar nemendur létu ljós sitt skína í vel æfðum helgileik. Leiksýningin um fæðingu frelsarans er orðin að hefð í mörgum skólum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar