Aflamet hjá Kleifarbergi

Þorgeir Baldursson

Aflamet hjá Kleifarbergi

Kaupa Í körfu

ENN eitt aflametið hefur fallið i desember hjá skipum Brims hf. Að þessu sinni var það Kleifarberg ÓF 2 sem var með 900 tonn upp úr sjó en skipið var á veiðum í Barentshafi. Hófst veiðiferðin i Tromsö hinn 16. nóvember og var landað i Reykjavik skömmu fyrir jól. Skipið var með um 460 tonn af þorski og afgangurinn af aflanum var blandaður ýsu og ufsa. Veiðitúrinn tók 37 daga og aflaverðmætið er um 240 milljónir. Áður hafði Guðmundur í Nesi landað afla í byrjun desember fyrir um 235 milljónir króna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar