Valur - Grótta

Valur - Grótta

Kaupa Í körfu

ÞAÐ má segja að nærri því himinn og haf skilji að lið Vals og Gróttu í handknattleik kvenna um þessar mundir. Alltént ef marka má viðureign liðanna í heimavelli Vals, Vodafone-höllinni, í gærkvöldi. Hið reynslumikla Valslið gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik með sterkri vörn, góðri markvörslu og hraðaupphlaupum. Munurinn var 15 mörk í hálfleik, 23:8, Val í vil. Aðeins var formsatriði að ljúka síðari hálfleik. Lokatölur, 39:20.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar