Gönguhópur í hjartaaðgerð
Kaupa Í körfu
FÉLAGAR í gönguhópi á Akureyri fóru í hjartaaðgerð síðdegis í gær, allir sem einn. Staðurinn var ekki hefðbundinn enda er hópurinn það ekki heldur. Nokkrir félagar í hópnum eru starfsmenn Rafeyrar, sem sá um það í haust ásamt fleirum að kom upp risastóru hjarta úr ljósaperum í Vaðlaheiðinni en það hefur lýst upp hug – og hjarta – Akureyringa og nærsveitamanna upp á síðkastið. Ástæða þess að gönguhópurinn fór í hjartaaðgerðina í gær, eins og þeir tóku til orða, var sú að skipta þurfti um perur. Hópurinn, sem kallaður er 9 og ½ vika, stóð sig vel í gær eins og vænta mátti en í hjartanu eru vel á fjórða hundrað perur enda er það álíka stórt að flatarmáli og heill knattspyrnuvöllur, ásamt hlaupabrautum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir