Fundur um Gaza í Háskólabíói

Fundur um Gaza í Háskólabíói

Kaupa Í körfu

FJÖLMENNI var á opnum fundi í Háskólabíói í gær sem haldinn var undir yfirskriftinni Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðunum á Gaza. Meðal ræðumanna voru Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir stjórnmálafræðingur og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur. Íslensk yfirvöld afþökkuðu skömmu fyrir helgi heimsókn menntamálaráðherra Ísraels til landsins. Ísraelsk stjórnvöld höfðu tilkynnt íslenskum yfirvöldum slíka heimsókn en tilgangur hennar var að greina Íslendingum frá hlið Ísraela í stríðsátökunum á Gaza. Utanríkisráðuneytið tjáði Ísraelum að slík heimsókn væri óviðeigandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar