Steingrímur J. Sigfússon hittir norska fjármálaráðherrann
Kaupa Í körfu
ÞETTA var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi fjármálaráðherra Noregs og Íslands í gær í framhaldi af fundi ráðherranna tveggja. Að sögn Steingríms fóru ráðherrarnir á fundi sínum yfir helstu samskiptamál Íslands og Noregs s.s. á sviði fjármála, ræddu stöðu þjóðarbúsins, samskiptin við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn, Evrópumálin og gjaldmiðlamál. Bæði Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, og Steingrímur lögðu mikla áherslu á hin góðu og sterku tengsl landanna tveggja. Raunar var Íslandsheimsókn Halvorsen löngu skipulögð, því hún var sérstakur gestur á tíu ára afmælisfagnaði Vinstri grænna sem fram fór í gærkvöldi. MYNDATEXTI Fjármálaráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og Kristin Halvorsen ræddu meðal annars hugsanlegt myntsamstarf Íslands og Noregs.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir