Birna Sverrisdóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Birna Sverrisdóttir

Kaupa Í körfu

Það blasa við 24 póstkassar í anddyrinu á Stamphólsvegi 3. En það er aðeins nafn á einum þeirra. Pétur Blöndal talaði við Birnu Sverrisdóttur, eina íbúann í sjö hæða blokk í Grindavík. Birna lætur einveruna ekkert þjaka sig og lifir lífinu eins og ekkert hafi í skorist. Hún notar tröppurnar undir hlaupaæfingar með hundinn og lætur fara vel um sig í sínu „litla hreiðri“. Ef til vill er stærsta einbýlishús á landinu að finna á Stamphólsvegi í Grindavík. Þar hefur Birna Sverrisdóttir búið ein síðan 23. desember árið 2007, en hún býr í íbúð á fyrstu hæð í sjö hæða blokk. „Ég flutti inn í miklum flýti á Þorláksmessu fyrir rúmu ári.“ MYNDATEXTI Palli „Hann puntar svo vel upp á mann,“ segir Birna og stillir sér upp með hundinn í hægindastól í stofunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar