Hundarnir máttu ekki koma í bíó

Hundarnir máttu ekki koma í bíó

Kaupa Í körfu

EKKI sætir tíðindum þegar hundar fara á bíó, þ.e. gera þarfir sínar, en það er ekki á hverjum degi sem þeim er boðið að fara í bíó. Bylgjan og Pedigree buðu þó á sérstaka hundaforsýningu myndarinnar Beverly Hills Chihuahua á laugardaginn var í Sambíóunum, Álfabakka. Var hún ætluð Chihuahua-hundum og máttu þeir taka eigendur sína með. Félagarnir Toppur og Junior létu ekki segja sér þetta tvisvar og mættu með fyrstu hundum til leiks. Þeir urðu hins vegar frá að hverfa en ekkert varð af sýningunni eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skarst í leikinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar