Ríkisstjórnin fundar með fulltrúum atvinnulífsins

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ríkisstjórnin fundar með fulltrúum atvinnulífsins

Kaupa Í körfu

Ræðst á næstu vikum hvort samningar verða framlengdir "ÞETTA var mjög góður fundur og að mörgu leyti breyting frá því sem við höfum búið við hingað til því umræðurnar voru opinskáar," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Haldinn var í gær fjölmennur samráðsfundur forystumanna heildarsamtaka launþega á almenna vinnumarkaðinum og hjá hinu opinbera, forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda og fulltrúa sveitarfélaga með fjórum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum. Forsætisráðherra kynnti verkefnalista ríkisstjórnarinnar. MYNDATEXTI: Málin rædd Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA, og Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, spjalla saman eftir umræðurnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði til fundarins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar