Mæðgur tala um rafrænt einelti

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mæðgur tala um rafrænt einelti

Kaupa Í körfu

Rafrænt einelti alvarlegt og vaxandi vandamál STELPUR stunda fremur rafrænt einelti en strákar. Talið er að þær séu markvissari, málvissari, geti fengið aðra til að gera hlutina fyrir sig og séu laumulegri við iðju sína. Strákar eru sagðir koma upp um sig og taka frekar þátt í "hefðbundnu" einelti. Þetta er meðal niðurstaðna Kristrúnar Birgisdóttur og Heiðu Kristínar Harðardóttur úr eigindlegri rannsókn meðal fagfólks sem þær gerðu á rafrænu einelti og skrifuðu um í lokaritgerð sinni í námi í uppeldis- og menntafræðum. Rannsóknin var kynnt í gær á málþingi á vegum SAFT um rafrænt einelti. MYNDATEXTI: Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir sögðu frá reynslu sinni af rafrænu einelti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar