Reynsluakstur

Heiðar Kristjánsson

Reynsluakstur

Kaupa Í körfu

Ákveðin tímamörk varðandi lúxusjeppa urðu, að mínu mati, með Musso árið 1996 en ég prófaði hann fyrst fyrir austan fjall og á Kaldadal 1997. Um útlit og eiginleika bíla verður alltaf deilt en athygli vakti hve Musso var þýður, lipur og snöggur; með þægilega fjöðrun, vel bólstruð sæti og glæsilega innréttingu. Musso var auk þess talsvert ódýrari og betur búinn en margir keppinautar. Nú er nýr jeppi, Kyron, tekinn við hlutverki Musso. Framleiðandinn SsangYong í Suður-Kóreu lenti í greiðsluerfiðleikum sl. haust vegna gjaldþrots undirverktaka og þurfti að loka verksmiðjum. Um tíma mátti ætla að það yrðu endalok þessa gamalreynda fyrirtækis. En svo varð ekki: Hópur fjárfesta brá við og hafa allar verksmiður SsangYong í Suður-Kóreu tekið til starfa á ný. Samkvæmt frétt á just-auto.com mun fjárhagur SsangYong nú hafa verið tryggður. MYNDATEXTI Traustvekjandi Búnaðarstig staðalgerða jeppa frá S-Kóreu er hátt. Athugið að búið er að breyta bílnum á myndinni; stærri dekk og fleira.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar