FH - Akureyri

FH - Akureyri

Kaupa Í körfu

EFTIR tvo tapleiki í röð, gegn Haukum og Val, fagnaði FH sigri gegn Akureyri í fjórðu viðureign liðanna í vetur. FH hrósaði sigri, 38:32, í úrvalsdeildinni í Kaplakrika og hefndi þar með ófaranna frá því fyrr í vetur en þá fór Akureyrarliðið með sigur af hólmi í deildaleik liðanna í Krikanum en staðan í rimmum liðanna er 3:1. MYNDATEXTI Hermann Ragnar Björnsson skoraði fimm mörk fyrir FH-inga gegn norðanmönnum í gærkvöld og hér freistar hann þess að komast framhjá þeim Hreini Haukssyni og Rúnari Sigtryggssyni, þjálfara Akureyrarliðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar