Kammersveit æfir í Bústaðakirkju

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kammersveit æfir í Bústaðakirkju

Kaupa Í körfu

ÞETTA eru æðisleg verk og enginn eins og Beethoven. En hann er líka erfiðastur, hann og Mozart,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir sem leiðir hóp tónlistarfólks sem spilar hjá Kammermúsíkklúbbnum í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða þrjú verk, Strengjakvartett í f-moll op. 95 eftir Beethoven, Strengjakvartett í e-moll op. 44 nr. 2 eftir Mendelssohn og Strengjakvintett í Es-dúr K 614 eftir Mozart. MYNDATEXTI Bryndís Halla, Helga, Sigrún, Þórunn Ósk og Zbigniew hafa spilað saman í meir en áratug en þau spila líka saman í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sigrún segir mikinn kærleik og hlýju vera á milli þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar