Sæbjörn Valdimarsson

Heiðar Kristjánsson

Sæbjörn Valdimarsson

Kaupa Í körfu

Fáir núlifandi Íslendingar, ef nokkur, hafa séð fleiri kvikmyndir um dagana en Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins. Heilu kynslóðirnar hafa alist upp við skrif hans en um næstu helgi verða fjörutíu ár frá því hann fjallaði fyrst um kvikmyndir í Morgunblaðinu. Engan bilbug er samt á Sæbirni að finna enda hefur hann aldrei haft jafnmikið yndi af starfi sínu. MYNDATEXTI Herra bíó „Uppistaðan í þessu eru draslmyndir frá Hollywood. En við megum ekki fyrirlíta þær, þetta eru myndirnar sem halda bíóunum gangandi. Þetta er bara þáttur í fæðukeðjunni. Kvikmyndahús eru ekki listasöfn, heldur fyrirtæki sem þurfa að bera sig. Auðvitað fáum við góðu myndirnar frá Hollywood líka en það mætti að ósekju vera meira um evrópskar myndir,“ segir Sæbjörn Valdimarsson kvikmyndagagnrýnandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar