KR sund

KR sund

Kaupa Í körfu

600 keppendur frá 25 sundfélögum tóku þátt í Gullmóti KR í Laugardalshöll um helgina. Keppt var í 84 greinum og fimm aldursflokkum, að sögn Jóhannesar Benediktssonar hjá Sunddeild KR. Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, setti Íslandsmet í 50 m skriðsundi þegar hún synti á 25,62 sek. Í 100 m skriðsundi var Ragnheiður hálfa sekúndu frá Íslandsmetinu Rannveig Rögn Leifsdóttir, KR, bætti meyjametið í 50 m flugsundi sem hún setti á föstudag í úrslitum á laugardagskvöldinu þegar hún synti á 32,32 sek. Rannveig setti einnig meyjamet í 50 m skriðsundi, 29,79. MYNDATEXTI Nesti Það er mikilvægt að næra sig vel á milli keppnisgreina í sundinu og þessir ungu KR-ingar voru með hollt og gott nesti við laugarbakkann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar